

.png)
Það þarf ekki allt að vera fullkomið til að byrja
Þú stjórnar
ALLT er aðlagað að þinni rútínu, þínum tíma, þínum markmiðum
Hlaup + styrkur
Hlaupaæfingar eru fjölbreyttar, hnitmiðaðar, markvissar og skemmtilegar!
allt frá röskum göngum í 21km (0-21km)
Styrktaræfingarnar eru mikilvægar til að verða betri í hlaupum og eru hugsaðar til að minnka meiðsla hættu, bæta hlaupastíl, auka hreyfigetu í hlaupum, stöðuleika æfingar fyrir líkamann.
Stuðningur
Vikuleg Checkin með Sabrínu
Alltaf opið spjall í appinu
og á 4 vikna fresti er farið yfir markmiðin og skoðað aðstæður þínar hverju sinni og skipulagt æfinga álagið út frá því.
Andleg heilsa og hlaup
Stuttir fyrirlestrar frá Ingu Birnu um hvernig þú getur bætt andlega heilsu meðan þú hleypur ásamt verkefnum sem þú getur gert á meðan hlaupaæfingu stendur.
Næringarskjal
Næringaskjal sem inniheldur upplýsingar um næringu sem mér finnst mikilvægt að þú vitir
Tækni fræðsla
Fræðsla um hlaupatækni, hvernig þú getur bætt þína og farið yfir algeng mistök þegar kemur að hlaupastíl
Hvernig skráir þú þig?
Fullt í þjálfun
í augnablikunu er fullt í hlaupaþjálfun hjá mér en þú getur fyllt inn í skjalið fyrir ofan og ég hef samband þegar það losnar en ég mun taka við fleirum 5. september
Fyllir í skjalið
Að fylla í skjalið hér fyrir ofan gefur mér betri hugmynd hvar þú ert stödd og eftir hverju þú ert að leita af fyrir þig
Greiðsla
Þú velur það sem hentar þér 3,6,9 eða 12 mánaðar skuldbinding.
24 klst
Þegar þú ert orðin partur af RWS þá vinnum við saman í átt að markmiðum þínum og ég verð hér hjá þér í hverju skrefi
Um mig
Sabrína Lind Adolfsdóttir, ég er hlaupaþjálfari, ÍAK einkaþjálfari og hlaupatækni þjálfari. 2 barna mamma og fkn frábær kona.
Ég hafði verið í fótbolta allt mitt líf svo þegar mér fannst kominn tími til að skilja við þann kafla þá stóð ég uppi rosalega áttavilt. áttaði mig á því að ég hafði ekki ræktað neitt annað í lífi mínu nema það svo sjálfstraustið var svo lítið á öðrum sviðum. Mig hafði alltaf langað til að byrja að hlaupa en var rosalega feimin að hlaupa úti. En ég fór út! ég setti mér markmið að ná að hlaupa 1km, 2, 3, sem allt í einu urðu 10 og svo 21km.
Ég vildi bara finna eitthvað sem væri MITT og sem ég stjórnaði bara alveg sjálf og vildi sýna sjálfri mér að ég gæti það sem ég ætla mér
Ég fann ekki bara líkamlegu bætingarnar heldur fann ég líka svakalegan mun andlega.
Eftir að ég verð mamma þá ríkur kvíði minn úr öllu valdi og ég fór að leita í hlaupin ennþá meira fyrir andlegu heilsuna og fór að nýta mér margar sálfræðilegar aðferðir til að bæta hana á MEÐAN ég hljóp.
Eins og kannski mörg sem hafa tekið eftir, sem hafið fylgt mér á instagram þá er ég ekki feimin að peppa aðra sem OG sjálfa mig. Eitt að fara úr hóp íþrótt í að hlaupa ein með eigin hugsunum áttaði ég mig fljótt á því að ég þarfa að vera minn stæðsti peppari
Er RWS fyrir þig?
