
Hlaupabretta Áskorun
Ef þú elskar ekki hlaupabrettið þá er þetta fyrir þig.
Hvað er þetta?
6 vikna prógram sem fer af stað 17. nóvember og klárast með GAMLÁRS-HLAUPI 31. desember
Við tökum hlaupabrettið og gerum það skemmtilegt, árangursríkt og hvetjandi.
MARKMIÐ
áskorinnar er að hafa gaman, mynda samfélag, fræða, njóta þess að hlaupa og geta gert það bara án þess að þurfa að pæla of mikið í því hvað þú átt að gera annað.
EN Þú getur nýtt þessa áskorun í þitt eigið markmið t.d. hlaupa hraðar, lengra, samtvinna við aðrar æfingar eins og crossfit eða styrktarþjálfun
Þetta er innifalið og fer fram í gegnum eigið RWS app
-
3 hlaupaæfingar á viku (15–30 mínútur)
-
Leiðbeiningar um hvernig þú getur stytt eða lengt æfingarnar
-
Stuttar styrktaráskoranir með
-
Aðgang að hópnum þar sem við peppum og höldum okkur gangandi saman
-
pepp og fræðsla frá mér í hópnum– án pressu, bara gleði og stuðningur
-
Lokaatriði: Gamlárs-hlaupið 🎆 – þú velur sjálf vegalengdina, hraðann og markmiðið en við klárum árið saman í alvöru stemningu!
Fyrir hverja er þetta?
Þig sem vilt byrjandi eða lengra komin
þig sem vilt auka hlaupaþol þitt
Þig sem ert orðin bara leið á að taka öllu svo alvarlega og vantar bara smá pásu í að finna gleðina og bara hafa ógeðslega gaman í hreyfingu
Þig sem ert í aðrari þjálfun en vilt bæta hlaupum við
Þig sem vilt hafa gaman, hreyfa þig og finna orku fyrir árið sem kemur
Verð og skráning
Verð: 4.990 kr
